11. Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fór fram í Trabzon í Tyrklandi lauk 29.júlí síðastliðin. Íslenska liðið var skipað af fjórum eftrirtöldum leikmönnum: Eirfinna Mánadís Chen Ragnarsdóttir, Hera Björk Brynjarsdóttir, Sverrir Bartolozzi og Vladimir Ristic. Anna Podolskaia var þjálfari liðsins. Keppt var bæði í einliða- og tvíliðaleik. Íslensku keppendurnir féllu allir út í fyrstu umferð bæði í einliða- og tvíliðaleik.
Úrslit íslensku keppendanna í einliðaleik:
Eirfinna Manadis Chen Ragnarsdóttir tapaði 6-0 og 6-0 fyrir Kristynu Rouckovu (#343) frá Tékklandi.
Hera Björk Brynjarsdóttir tapaði í tveimur settum 6-0 og 6-0 fyrir Ugne Parazinskaite (#373) frá Litháen.
Sverrir Bartolozzi tapaði 6-0 og 6-0 fyrir Phillip Gresk (#155) frá Póllandi.
Vladimir Ristic tapaði í tveimur settum 6-1 og 6-3 fyrir Frederik Oervad (#841) frá Danmörku.
Úrsliti íslensku keppendanna í tvíliðaleik:
Eirfinna Manadis Chen Ragnarsdóttir og Hera Björk Brynjarsdóttir töpuðu fyrir Helene Scholsen og Caroline Bel Daxhelet (#433) frá Belgíu í tveimur settum 6-2 og 6-1.
Sverrir Bartolozzi og Vladimir Ristic töpuðu fyrir Samuel Hodor og Matej Svk Buril (#492) frá Slóvakíu (#492) 6-3 og 6-2.
Þetta var virkilega góð ferð og gríðarleg reynsla fyrir íslensku keppendurnar.
Næstu leikar fara fram árið 2013 í borginni Utrecht í Hollandi.