Íslandsmót utanhúss í meistaraflokki hefst á morgun á Tennisvöllum Kópavogs. Keppt er í einliðaleik karla og kvenna, auk þess sem keppt er í tvíliðaleik karla. Ekki er keppt í tvíliðaleik kvenna og tvenndarleik að þessu sinni vegna ónógrar þátttöku.
Mótskrá fyrir flokkana má sjá hér.
Tvær sterkustu tenniskonur landsins og Íslandsmeistarar síðustu ára, Iris Staub og Sandra Dís Kristjánsdóttir, gátu ekki verið með að þessu sinni þar sem þær eru búsettar erlendis. Það er því ljóst að nýr Íslandsmeistari í kvennaflokki verður krýndur að þessu sinni. Fimm þátttakendur eru í kvennaflokki og keppa allar við allar.
Íslandsmeistari síðustu fjórtán ára bæði í einliða- og tvíliðaleik karla, Arnar Sigurðsson, tekur þátt og freistar þess að verja titil sinn í einliða- og tvíliðaleik.
Úrslitaleikur í einliðaleik karla er kl 14 á laugardaginn.
Mótstjóri : Grímur Steinn Emilsson s.564-4030, netfang: grimurse@hotmail.com
Mótskrá
Mótskrá má sjá hér.