Fimm íslenskir tennisspilarar á verðlaunapall á Espergærde Open

Íslenski hópurinn sem keppti á þremur mótum í Danmörku

“Espergærde Open” mótinu í Danmörku lauk núna síðastliðinn sunnudag með glæsibrag þar sem 5 íslenskir keppendur komust á verðlaunapall.

Sofía Sóley Jónasdóttir sem er einungis 8 ára gömul lenti í öðru sæti í 10 ára og yngri stelpna þar sem hún tapaði 6-2 6-3 í úrslitaleiknum.

Anna Soffía Grönholm tapaði naumlega 7-6 6-2 í úrslitum 12 ára og yngri flokk stelpna.

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir sigraði í 14 ára og yngri flokk stelpna 6-2 6-7 7-6 og einnig í 16 ára og yngri flokk stelpna 6-2 6-2.

Bjarki Sveinsson sigraði  Mikael Karlsson 6-2 6-2 í úrslitum b-keppni 16 ára og yngri stráka.

Mótið var partur af þremur mismunandi mótum sem Íslendingar tóku þátt í síðustu tvær vikur.