Í dag urðu Arnar Sigurðsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar Íslandsmeistarar utanhúss í einliðaleik.
Arnar sigraði Birki Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs 6-0 6-1 í undanúrslitum og mætti Raj K. Bonifacius í úrslitaleiknum sem hafði sigrað son sinn Rafn Kumar 6-1 6-1 í undanúrslitum. Raj þurfti að gefa úrslitaleikinn vegna meiðsla í fæti. Þar með varð Arnar Íslandsmeistari 15.árið í röð.
Í einliðaleik kvenna voru fimm þátttakendur og því spiluðu allir við alla. Hjördís Rósa Guðmundsdóttir sigraði alla andstæðinga sína og varð þar með Íslandsmeistari. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Hjördísar utanhúss í meistaraflokki en hún er margfaldur Íslandsmeistari í yngri flokkum, auk þess sem hún var Íslandsmeistari innanhúss fyrr á árinu.
Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna og tvenndarleik vegna ónógrar þátttöku.
Í tvíliðaleik karla urðu Arnar Sigurðsson og Birkir Gunnarsson báðir úr Tennisfélagi Kópavogs Íslandsmeistarar. Þetta er 15.árið í röð sem Arnar er Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla.
Öll úrslit mótsins má nálgast hér.
Íslandsmót utanhúss í barna-,unglinga- og öðlingaflokki hefst á þriðjudaginn 16.ágúst.