Birkir Gunnarsson, 19 ára landsliðsmaður úr Tennisfélagi Kópavogs hefur verið að keppa og
æfa hjá þýska tennisklúbbnum TA TV Vaihingen undanfarnar vikur. Birkir spilar nr.1 fyrir karlalið 2 hjá félaginu. Margir af bestu tennisspilurum Íslands hafa spilað fyrir þennan klúbb í gegnum tíðina, meðal annars Arnar Sigurðsson, Andri Jónsson og Iris Staub.
Þetta er fyrsta keppnissumar Birkis í Þýskalandi. Liðið hefur keppt við þrjá klúbba í
síðastliðnum mánuði og hefur unnið flesta sína leiki. Síðast spiluðu þeir við TA SV
Böblingen. Birkir sigraði þá Jannis Tomaschko sem er nr.1 spilari þeirra nokkuð örugglega 6-3 6-3. Birkir og Manuel Klempin leikmaður nr. 5 hjá liðinu töpuðu hins vegar naumlega í tvíliðaleik eða, 4-6 4-6.
Gaman verður að fylgjast með Birki á næstunni en hann hyggur á háskólanám í Bandaríkjunum í haust þar sem mun spila fyrir tennislið skólans.