Iris Staub og Sandra Dís Kristjánsdóttir spiluðu á móti Kimberley Cassar og Elena Jetcheva frá Möltu í undanúrslitum tvíliðaleik kvenna á Smáþjóðaleikunum í gær. Maltneskur stelpurnar voru of sterkar fyrir þær íslensku sem töpuðu í tveimur settum 6-1 og 6-2. En þar sem ekki er keppt um þriðja sætið þá unnu Iris og Sandra Dís til bronsverðlauna. Glæsilegur árangur hjá þeim.
Þar með hefur allt íslenska landsliðið lokið þátttöku sinni á Smáþjóðaleikunum í ár. Smáþjóðaleikarnir verða næst haldnir í Lúxemborg 2013 og svo á Íslandi 2015.