Arnar og Sandra Dís úr leik í einliðaleik

Arnar Sigurðsson og Sandra Dís Kristjánsdóttir féllu bæði úr leik í einliðaleik á Smáþjóðaleikunum. Þar með er allt íslenska landsliðið fallið úr leik í einliðaleik.

Arnar átti ekki góðan leik í dag og tapaði á móti Matthew Asciack frá Möltu 6-0 6-0 en Arnar hefur unnið hann fjórum til fimm sinnum áður.

Sandra Dís tapaði á móti Louise-Alice Gambarini frá Mónakó 6-1 6-0.