
Á myndinni má sjá Jón Axel (3.sæti), Andra (1.sæti) og Birki (2.sæti) auk Arnars sem tók ekki þátt að þessu sinni.
3.Stórmóti TSÍ lauk í gærdag. Í úrslitaleik ITN styrkleikaflokki áttust við Andri Jónsson úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs. Andri sigraði Birki 6-4 og 6-0. Í þriðja sæti lenti Jón Axel Jónsson úr Ungmennafélagi Álftanes. Jón Axel sigraði Mouhajir Tatou 6-1 og 6-3 í leiknum um þriðja sætið.
Í tvíliðaleik ITN styrkleikaflokki sigruðu feðgarnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius þá Ástmund Kolbeinsson og Hinrik Helgason 9-1.
Í 12 ára og yngri stelpna sigraði Anna Soffia Grönhölm í fyrsta sæti og í 12 ára og yngri stráka sigraði Tómas Hrói Viðarsson. Í 10 ára og yngri stráka sigraði Ívan Kumar Bonifacius og í 10 ára og yngri stelpna sigraði Sofia Sóley Jónasdóttir. Ívan Kumar Bonifacius sigraði mini tennis mótið.
Önnur úrslit má sjá hér fyrir neðan: