Tennis í Fjallabyggð

Í íþróttamiðstöðinni á Ólafsfirði eru tennisæfingar tvisvar í viku undir leiðsögn þjálfarans Axels Péturs Ásgeirssonar. Þar æfa 16 krakkar að staðaldri bæði frá Ólafsfirði og Siglufirði.

Sunnudaginn 21.febrúar síðastliðin kom hinn reynslumikli tennisþjálfari Raj K. Bonifacius og kenndi krökkunum ásamt þjálfara þeirra. Vel var mætt á námskeiðið sem tókst mjög vel.

Raj sem er af bandarískum og indverskum uppruna hefur búið á Íslandi í meira en 18 ár. Þá hefur hann þjálfað bæði karla- og kvennalandslið Íslands í tennis auk þess sem hann er margreyndur landsliðsmaður.

Mánudaginn 21.febrúar mættu Raj og Axel Pétur í tvo íþróttatíma í Íþróttamiðstöðinni á Ólafsfirði og kenndu fleiri krökkum og íþróttkennurum þeirra ýmsar tennisæfingar sem hægt væri að nota í íþróttakennslunni.