Leiðbeinendanámskeið í stafgöngu

Laugardaginn 2. apríl stendur ÍSÍ fyrir leiðbeinendanámskeiði sem gefur réttindi til kennslu í stafgöngu (skv. stöðlum Alþjóða stafgöngusambandsins).

Námskeiðið verður haldið í fundarsal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og stendur frá kl. 9:00 – 17:00.

Námskeiðið er ætlað fagfólki s.s. íþróttakennurum, sjúkraþjálfurum, hjúkrunarfræðingum, þroskaþjálfum, iðjuþjálfum og læknum.

Námskeiðið er tvíþætt þ.e. núna í apríl (8 tímar) og síðan aftur seinna í vor eða sumar (4 tímar).

Námskeiði er bæði verklegt og bóklegt. Farið verður í undirstöðuatriði stafgöngu, tækni og þjálfunaraðferðir.

Leiðbeinandi er íþróttakennarinn Ásdís Sigurðardóttir.

Námskeiðsgjald er kr. 16.000 og innifalið í því eru öll gögn og kennsla.

Skráning hjá ÍSÍ í síma 514-4000 eða netfang: kristin@isi.is fyrir fimmtudaginn 31. mars.