Hjördís Rósa og Vladimir á Þróunarmóti U14

Vladimir og Hjördís Rósa ásamt Jón Axel tennisþjálfara

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir og Vladimir Ristic voru valin til að keppa fyrir Ísland á Þróunarmóti fyrir 14 ára og yngri á Antalaya í Tyrklandi. Þróunarmótin eru tvö og kláraðist fyrra mótið síðastliðin miðvikudag. Jón Axel Jónsson tennisþjálfari er með þeim í för.

Hjördís Rósa og Vladimir voru bæði mjög óheppin með drátt á fyrra mótinu þar sem þau lentu á móti sterkum tennisspilurum en samt búin að eiga nokkra góða sigra fyrir Íslands hönd og fá nokkur “Tennis Europe” stig.

Þau töpuðu bæði í fyrstu umferð í einiðaleik en unnu svo bæði í fyrstu umferð í tvíliðaleik á fyrra mótinu. Vladimir spilaði með strák frá Svartfjallalandi en Hjördís með stelpu frá Azerbadjan.

Vladimir ásamt tvíliðaleiksspilaranum sínum

Úrslitin úr fyrsta mótinu má sjá hér fyrir neðan:

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir – Einliðaleikur
# 6-1 6-1 tap vs móti Alise Isajeva(198), Lettland
# 6-2 6-0 tap vs Tamar Kutubidze(303), Georgía
# 6-1 6-0 tap vs Mina Marinkovikj(365), Makedónía
# 6-2 4-6 7-6(13-11) tap vs Rebecca MCcarthy(407), Malta
# 6-3 6-4 SIGUR vs Alexia Cassar, Malta

Í tvíliða sigraði Hjördís og Nezran Jafarova á móti Alexiu Cassar frá Möltu og Hazal Unlugenc(114) frá Tyrklandi 4-6 6-3 10-3(supertiebreak) í hörkuleik þar sem þær voru 3-1 og breakbolta undir í öðru setti en tókst að berjast hetjulega tilbaka og vinna leikinn.

Hjördís Rósa ásamt tvíliðaleiksspilaranum sínum

Þær töpuðu svo í annarri umferð á móti Úkraínu. Það þarf því miður að vinna tvær umferðir til að fá Tennis Europe stig.


Vladimir Ristic – Einliðaleikur

# 6-1 6-2 tap vs Efekan Bulbul(58(seed 5)), Tyrkland
# 6-4 6-4 tap vs Giorgi Datashvili(407), Georgíu
# 6-2 6-3 tap vs Mykayel Khachatryan(159), Armenía
# 7-6(7-3) 6-3 SIGUR vs Dejan Kovac(407), Svartfjallaland
# 3-6 6-2 6-3 SIGUR vs Kirils Kuznecovs(301), Lettland

Í tvíliða unnu Vladimir Ristic og Dejan Kovac frá Svartfjallalandi á móti Tomislav Andreevski(407) og Goradz Srbljak(153) frá Makedóníu 6-4 7-5 í rosalegum leik þar sem þeir lentu 4-1 undir í fyrra settinu en tókst að merja sigur og voru svo 5-1 yfir í seinna settinu og misstu næstum leikinn frá sér. Þetta var einstaklega sveiflukenndur leikur. Þeir töpuðu svo í annarri umferð á móti Tyrklandi.