
Sigurvegarar í tvíliðaleik á 2.Stórmóti TSÍ (f.v Vladimir, Kjartan, Birkir, Jón Axel, Hinrik og Rafn))
Tvíliðaleiksmótinu á 2.Stórmóti TSÍ lauk 5.mars síðastliðinn. Birkir Gunnarsson (TFK) og Jón Axel Jónsson (UMFÁ) sigruðu örugglega með því að leggja Hinrik Helgason (Víking) og Rafn Kumar Bonifacius (Víking) 6-1 og 6-0 í úrslitaleiknum. Í þriðja sæti voru Kjartan Pálsson og Vladimir Ristic. Úrslitin má sjá hér.