Fyrsta meistaramót í langan tíma verður haldið í þessari viku. TSÍ heldur mótið í Tennishöllinni í Kópavogi í samvinnu við Asics. Í mótinu keppa átta stigahæstu tennisspilarar landsins til úrslita.
Í dag fór fram sérstök undankeppni þar sem þrír ungir og efnilegir tennisspilarar kepptu um tvö sæti í mótinu. Þar komust áfram Vladimir Ristic og Ástmundur Kolbeinsson eftir að Hinrik Helgaon varð að hætta keppni þegar hann meiddist á hné.
Dregið hefur verið í riðla eftir styrkleikalista og eru keppendur þessir:
A riðill:
Andri Jónsson – BH
Jón Axel Jónsson – TFK
Rafn Kumar Bonifacius – Víkingur
Vladimir Ristic – TFK
B riðill:
Arnar Sigurðsson – TFK
Birkir Gunnarsson – TFK
Davíð Halldórsson – TFK
Ástmundur Kolbeinsson – Víkingur
Á morgun byrjar sjálft mótið kl. 14:30 í Tennishöllinni. Leikir í riðlakeppninni fara fram mánudag, þriðjudag og miðvikudag á milli kl. 14:30 og 18:30.
Á föstudag kl. 16:30 verða spilaðir undanúrslitaleikir þar sem keppandi í fyrsta sæti í A riðli spilar við annað sæti í B riðli og öfugt.
Úrslitaleikurinn og leikur um þriðja sætið verða á Laugardaginn 8. Janúar kl. 19:00 þar sem jafnframt verður uppskeruhátíð fyrir tennisíþróttina á Íslandi fyrir árið 2010. Þar má búast við gríðarlega sterkum leikjum þar sem ekkert verður gefið eftir.
Mótstjóri er Þrándur Arnþórsson s. 821-3919.