Í gær var keppt í hreinum úrslitaleik í tvenndarleik á Íslandsmóti utanhúss. Sandra Dís Kristjánsdóttir og Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs spiluðu á móti Hrafnhildi Hannesdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Davíð Halldórssyni úr Tennisfélagi Kópavogs. En Davíð og Hrafnhildur eru núverandi Íslandsmeistarar innanhúss.
Sandra Dís og Birkir unnu fyrsta setið 6-2 og voru yfir 5-3 í öðru setti. Hrafnhildur og Davíð komust svo betur inni leikinn og náðu að jafna 5-5. Sandra Dís og Hrafnhildur töpuðu báðar sínum uppgjöfalotum og var staðan þá 6-6 og fór settið í oddalotu sem Sandra Dís og Birkir unnu 7-3.
Í dag hefst fyrsta umferð í einliða og tvíliða í karla- og kvennaflokki. Leikirnir hefjast kl.18 á Tennisvöllum Kópavogs.