Arnar sigraði á 3.Stórmóti TSÍ

Raj, Leifur og Arnar

3. Stórmóti Tennissamband Íslands lauk á mánudaginn með hörku úrslitaleik milli Arnars Sigurðssonar úr Tennisfélagi Kópavogs og Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings. Arnar sigraði Raj 6-3 og 6-4 en þetta er fyrsta mótið sem Arnar tekur þátt í síðan Íslandsmótið utanhúss á síðasta ári. Í 3-4 sæti lentu Leifur Sigurðarson og Andri Jónsson úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar. Í tvíliðaleik sigruðu Vladimir Ristic og Hinrik Helgason þau Rut Steinsen og Sigurð Arnljótsson 9-2.

Melkorka Pálsdóttir sigraði mini tennis mótið.

Önnur úrslit má sjá hér fyrir neðan:

ITN Styrkleikaflokkur – einliða

Mini tennis krakkarnir

ITN Styrkleikaflokkur – tvíliða

Næstu tvö mót eru Evrópumót U14 – Kópavogur Open sem verður haldið 29.maí – 6.júní og Evrópumót U16 – Icelandic Coca Cola sem verður haldið 5.-13.júní.