Tennissamband Íslands hefur ákveðið að halda Meistaramót Íslands í tennis. Á þessu móti munu sterkustu tennisspilarar í karla- og kvennaflokki etja kappi. Keppnisfyrirkomulag hefur ekki verið endanlega ákveðið en hugmyndin er að hafa forkeppni og aðalkeppni. Þetta mót mun verða eins konar úrtökumót fyrir karla- og kvennalandslið sem munu keppa á Davis og Fed Cup.
Meistararamót Íslands í tennis verður haldið 2.-6.janúar 2011. Þetta er í þriðja skipti sem Meistaramót Íslands verður haldið en það var síðast haldið árið 1998 og þar áður árið 1995. Þetta mót mun vonandi verða hvatning fyrir alla tennisspilara til að stefna að og er hugsað til að lyfta tennisíþróttinni á Íslandi á hærra plan.