Tennissambandið er að innleiða WTN-styrkleikakerfið sem er þróað af Alþjóða tennissambandinu (ITF) – World Tennis Number.
Öll úrslit frá mótaröð Tennissambandsins fara inn í WTN-kerfið til að uppfæra núverandi WTN-styrkleika hvers og eins þátttakanda, bæði í einliða- og tvíliðaleik. Nú verður einnig hægt fyrir meðlima íslensk tennisfélög að skrá æfingaleiki sinna til að uppfæra WTN-styrkleika þeirra.
WTN veitir alþjóðlegan staðal fyrir leikmenn og byggir á kvarða frá 40 til 1, þar sem 40 er byrjandi og 1 er úrvals atvinnumaður. Þessi kvarði gildir fyrir alla leikmenn, óháð aldri, kyni eða getu. Leikmenn fá sérstakt ITF World Tennis Number fyrir einliðaleik og annað fyrir tvíliðaleik. Núverandi WTN-styrkleikalista má sjá hér: WTN Styrkleikalisti. Það var samþykkt nýlega af ATP (samtök atvinnu karla tennisspilarar), WTA (samtök atvinnu kvenna tennisspilarar) og stjórn ITF að WTN verður notað sem inntöku skilyrði á mótaröð þeirra eftir ATP / WTA heimslistann og ITF heimslistann.
Hér að neðan er skráningarform til að senda inn úrslit úr æfingaleikjum ykkar. Nauðsynlegt er að skrá ykkar “WTN-kennitölu” (átta tölustafir), sem hægt er að finna hér: Finna leikmann.
Ef þið hafið ekki fengið WTN-kennitölu, vinsamlega sendið tölvupóst á raj@tennis.is með eftirfarandi upplýsingum:
- Nafn
- Farsímanúmer
- Netfang
- Kyn
- Tennisfélag
- Fæðingardagur
Skráningin er nauðsynleg til að stofna reikning fyrir ykkur.
Uppfærslur og skilyrði:
WTN leikir verður fært inn vikulega á laugardögum og nýr styrkleikalisti birtist á fimmtudögum á WTN-styrkleikalistanum. Athuga að leikmönnum þarf að ná a.m.k. 50% “confidence level” til þess að nafnið þeirra birtast á styrkleikalistann og það er ca. 5-10 leikir á ári og má vera bæði keppnislekir og / eða æfingaleikir. Æfingaleikir má vera jafnvel eitt “short set” – fyrst til að vinna fjórar (4) lotur án forskots (úrslitastig 40-40).