Í von um að kynnast tennissamfélaginu á Íslandi betur ákvað tennissambandið að hefja nýtt verkefni sem kallað verður tennisspilari mánaðarins og verður einn spilari tekinn fyrir í hverjum mánuði.
Tennisspilari mánaðarins er valinn af samfélagsmiðla- og útbreiðslustjóra í hverjum mánuði í samráði við stjórn tennissambandsins. Helstu skilyrði til að vera valinn sem tennisspilari mánaðarins er að einstaklingurinn sé, eða hafi verið, virkur í tennis og jafnvel lagt eitthvað að mörkum til íþróttarinnar, tennisspilari mánaðarins getur jafnframt verið á öllum aldri. Þessi liður er eingöngu hugsaður sem leið til að kynnast duglegu tennisfólki, deila myndum og ráðum og loks að auka umræðu um tennisíþróttina.