Keppnisreglur -Íslandsmót Liðakeppni

Meistaraflokkur / U18 / +30
Tvíliðaleikur – einn leikur uppí 9 lotur án forskots (oddalota 8-8)
Einliðaleikur – tveir leikir samtals, tvö sett án forskots, 3 sett oddalota uppí 10 stig

U16 / U14 / U12 / +40 / +50
Tvíliðaleikur – einn leikur uppí 9 lotur án forskots (oddalota 8-8)
Einliðaleikur – tveir leikir samtals, uppí 9 lotur án forskots (oddalota 8-8)

U10
Tvíliðaleikur – einn leikur uppí 6 lotur án forskots (oddalota 5-5)
Einliðaleikur – fjórir leikir samtals, hver leikur uppí 6 lotur án forskots (oddalota 5-5)

Mini tennis
Tvíliðaleikur – einn leikur uppí 5 lotur án forskots
Einliðaleikur – fjórir leikir samtals, hver leikur uppí 5 lotur án forskots

Lokahóf verður eftir síðasta leikinn í meistaraflokk við Tennisvelli Víkings. Það verða veitt verðlaunum fyrir 1., 2. og 3. sæti í hverjum flokki fyrir sig. Í þeim tilfellum að keppt verður í riðlakeppni, þá fær liðið eitt stig fyrir hvern sigur. Sæti þeirra í lok mótsins ræðst eftir hversu mörg stig liðið fær. Ef tvö lið verða jöfn að stigum í riðlakeppni ræður innbyrðis viðureign. Ef þrjú eða fleiri lið verða jöfn að stigum þá ræðst sæti þeirra eftirfarandi – i) lið sem keppti ekki alla leikina sína verður sjálfkrafa úr leik; ii) hæsta hlutfall af leikum unnið; iii) hæsta hlutfall af settum unnið; iv) hæsta hlutfall af lotum unnið.