Tenniskona ársins 2022 er Sofía Sóley Jónasdóttir (20 ára) úr Tennisfélagi Kópavogs.
Sofía Sóley var ósigrandi á mótaröð tennissambandsins í ár og var sigurvegari í einliðaleik á öllum þremur stærstu tennismótum ársins – Íslandsmóti TSÍ Utanhúss, Íslandsmóti TSÍ Innanhús og Jóla- & Bikarmóti TSÍ, auk þess varð hún tvíliðaleiks meistari á Íslandsmóti TSÍ Innanhúss. Sofia Sóley er frábær fyrirmynd bæði innan vallar sem utan og stundar hún nám í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík.